Enski boltinn

Son skoraði tvö mörk handarbrotinn en verður lengi frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heung-Min Son hélt áfram eftir meiðslin og skoraði tvö mörk. Hér fagnar hann sigurmarkinu.
Heung-Min Son hélt áfram eftir meiðslin og skoraði tvö mörk. Hér fagnar hann sigurmarkinu. Getty/Robbie Jay Barratt

Suður Kóreumaðurinn Heung-Min Son verður ekki með Tottenham liðinu næstu vikurnar og verður Jose Mourinho því án tveggja bestu framherja sinn á næstunni.

Heung-Min Son þarf að gangast undir aðgerð í þessari viku eftir að hafa handarbrotnað í leiknum á móti Aston Villa um síðustu helgi.

Heung-Min Son skoraði einmitt sigurmark Tottenham í uppbótatíma leiksins en það var seinna mark hans í leiknum. Hann var líka að skora í þriðja deildarleiknum í röð.







Son varð fyrir meiðslunum snemma leiks og skoraði því bæði mörkin handarbrotinn. Þetta eru meiðsli á olnboga og Son gæti verið frá í allt að tveimur mánuðum.

Harry Kane er einnig meiddur og hefur verið frá keppni síðan á Nýársdag eftir að hann tognaði aftan í læri í leik á móti Southampton.

Heung-Min Son er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er alls með sextán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×