Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fær alvöru samkeppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. Mynd/Instagram/wodapalooza Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST CrossFit Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST
CrossFit Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn