RÚV leiðréttir frétt í kjölfar gagnrýni Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 20:30 Fréttastofa RÚV hefur beðist velvirðingar á staðhæfingunni. Vísir/vilhelm Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira