RÚV leiðréttir frétt í kjölfar gagnrýni Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 20:30 Fréttastofa RÚV hefur beðist velvirðingar á staðhæfingunni. Vísir/vilhelm Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Í fréttinni sem um ræðir var sagt að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu. Fréttastofa RÚV hefur nú dregið þá fullyrðingu til baka og segir að hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Sjá einnig: Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ „Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12.nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“ Í leiðréttingunni frá fréttastofu RÚV er vísað til fyrri umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá því Samherji hafi greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur. „Þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.“ Jafnframt er þar tekið fram að málið sé enn í rannsókn og að starfsmenn Samherja hafi ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot. Nokkrir namibískir embættismenn hafi hins vegar „verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tengslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja,“ segir í leiðréttingunni.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira