Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 17:48 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag. Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag.
Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira