„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 12:42 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira