Vilja bíða með að fjölga liðum í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:15 Frá leik FH og KR í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Vísir/Daníel Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira