Lífið samstarf

Skunk Anansie á leið til Íslands

Twe Live kynnir
Skunk Anansie fagnar tuttugu og fimm ára starfsafmæli í ár með tónleikaferð um Evrópu. Þau spila í Laugardalshöll í október.
Skunk Anansie fagnar tuttugu og fimm ára starfsafmæli í ár með tónleikaferð um Evrópu. Þau spila í Laugardalshöll í október.

Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. Síðast kom Skunk Anansie fram hér á landi fyrir tuttugu og þremur árum, árið 1997, en þá léku þau fyrir stappfullu húsi í Laugardalshöll.

Hljómsveitin fagnar tuttugu og fimm ára afmæli í ár en sveitin var stofnuð árið 1994 og naut gífurlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Von er á nýrri smáskífu frá hljómsveitinni í ár auk þess sem söngkona sveitarinnar, Skin, hefur einnig staðfest að endurminningar hennar muni koma út á þessu ári.

Almenn miðasala hefst föstudaginn 21. febrúar kl 10 á Tix.is

Forsala póstlisthafa fer fram fimmtudaginn 20. febrúar. 

Tvö verðsvæði verða í boði: 

Stæði: 9.990 kr. 

Stúka: 13.990 kr.

18 ára aldurstakmark.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Twe Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.