Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:30 Fyrirliðinn Vincent Kompany og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eftir að Manchester City vann enska meistaratitilinn vorið 2014 og svo Steven Gerrard eftir mistökin á móti Chelsea 2014. Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira