Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að lífskjarasamningurinn gæti farið í uppnám verði farið að ítrustu kröfum Eflingar um launahækkanir. Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira