Boðað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar hefst á miðnætti annað kvöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Samninganefnd Eflingar fundar nú um næstu skref í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg. Sólveig Anna Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld. Ekkert hefur miðað í samningaviðræðum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í vikunni. Stéttafélagið hefur boðað til ótímabundinna verkfallsaðgerða frá miðnætti annað kvöld en um 1850 manns starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni og 1650 notendur velferðaþjónustu borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd Eflingar ætlaði að hittast klukkan ellefu og ræða um kjaradeiluna við Reykjavíkurborg. Hún bjóst við að fundurinn stæði fram eftir degi. Þá á Sólveig Anna fund með undanþágunefnd fyrir aðgerðirnar næstu viku en velferðasvið borgarinna hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni sem snýr að umönnum fatlað fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Þrif og aðstoð við böðun á heimilum fatlaðs og eldri borgara í heimahúsum falla niður. Á meðan verkfallið stendur yfir mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund hjá Ríkissáttasemjar með sambandi sveitarfélaga á mánudaginn. Sólveig Anna sagði það fyrsta fund með sambandinu í langan tíma. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld. Ekkert hefur miðað í samningaviðræðum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í vikunni. Stéttafélagið hefur boðað til ótímabundinna verkfallsaðgerða frá miðnætti annað kvöld en um 1850 manns starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni og 1650 notendur velferðaþjónustu borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd Eflingar ætlaði að hittast klukkan ellefu og ræða um kjaradeiluna við Reykjavíkurborg. Hún bjóst við að fundurinn stæði fram eftir degi. Þá á Sólveig Anna fund með undanþágunefnd fyrir aðgerðirnar næstu viku en velferðasvið borgarinna hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni sem snýr að umönnum fatlað fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Þrif og aðstoð við böðun á heimilum fatlaðs og eldri borgara í heimahúsum falla niður. Á meðan verkfallið stendur yfir mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund hjá Ríkissáttasemjar með sambandi sveitarfélaga á mánudaginn. Sólveig Anna sagði það fyrsta fund með sambandinu í langan tíma.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira