10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 15:15 Getty/ShotPrime Valentínusardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan einhvern tíman á 14. öld. Valentínusardagurinn á uppruna sinn í Evrópu en síðar virðast Bandaríkjamenn hafa verið einna iðnastir við að halda uppi merkjum þessa dags. Hefðir í kringum daginn, sem að nokkru leyti hefur rekið á fjörur Íslendinga, virðast samkvæmt Vísindavefnum ekkert hafa að gera með dýrlingana sem báru nafnið Valentínus. Í tilefni dags elskenda höfum við tekið saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa. Það eru samtals tvær vikur. Á Valentínusardaginn árið 2010, tóku 39.897 einstaklingar þátt í því að slá heimsmetið með fjölmennasta hópkossi allra tíma, samkvæmt síðunni Fact retriever. Lengsti hópkoss allra tíma átti sér aftur á móti stað í Tælandi árið 2013. Níu pör tóku þátt í keppninni . Samkvæmt Heimsmetabók Guinness kysstust sigurvegararnir í 58 klukkustundir, 35 mínútur og 58 sekúndur. Kossar og að leiða einhvern getur lækkað blóðþrýstinginn og dregið úr streitu. Richard Cadbury gerði fyrsta hjartalaga súkkulaðikassann sem vitað er um. Hann bjó til fallegt hjartalaga konfektbox árið 1867 og var því mikill frumkvöðull. Nú seljast hjartalaga box full af súkkulaði í gámatali um allan heim á Valentínusardaginn. Þú notar aðeins tvo vöðva til að smella litlum kossi á einhvern á valentínusardaginn en ef þú ferð í sleik, betur þekktur sem franskur koss, þá notar þú alla 34 vöðvana í andlitinu. Fyrir þá sem eru að telja kaloríur og spá mikið í hreyfingu, þá er hægt að brenna um það bil 26 hitaeiningum á mínútu með því að kyssa einhvern í dag. Valentínusardagurinn er vinsælasti dagur ársins til þess að fara á skeljarnar. Enginn dagur toppar 14. febrúar þegar kemur að trúlofunum. Elsta par í heimi til að gifta sig voru þau George Kirby og Doreen Kirby sem gengu í það heilaga árið 2015, hann 103 ára en hún 91 áras og 280 daga. Vinsælasta blómið á Valentínusardaginn er stök rauð rós. Það er því algjör óþarfi að kaupa stóran eða dýran vönd fyrir elskuna sína. Rauð rós segir allt sem þarf. Gleðilegan Valentínusardag! Rúmfræði Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Á hvaða aldri misstir þú sveindóminn/meydóminn? Íslendingar hafa náð þeim árangri að vera með lægsta meðalaldurinn í könnun sem mældi á hvaða aldri íbúar landa byrja að stunda kynlíf. 7. febrúar 2020 20:45 Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Valentínusardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan einhvern tíman á 14. öld. Valentínusardagurinn á uppruna sinn í Evrópu en síðar virðast Bandaríkjamenn hafa verið einna iðnastir við að halda uppi merkjum þessa dags. Hefðir í kringum daginn, sem að nokkru leyti hefur rekið á fjörur Íslendinga, virðast samkvæmt Vísindavefnum ekkert hafa að gera með dýrlingana sem báru nafnið Valentínus. Í tilefni dags elskenda höfum við tekið saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa. Það eru samtals tvær vikur. Á Valentínusardaginn árið 2010, tóku 39.897 einstaklingar þátt í því að slá heimsmetið með fjölmennasta hópkossi allra tíma, samkvæmt síðunni Fact retriever. Lengsti hópkoss allra tíma átti sér aftur á móti stað í Tælandi árið 2013. Níu pör tóku þátt í keppninni . Samkvæmt Heimsmetabók Guinness kysstust sigurvegararnir í 58 klukkustundir, 35 mínútur og 58 sekúndur. Kossar og að leiða einhvern getur lækkað blóðþrýstinginn og dregið úr streitu. Richard Cadbury gerði fyrsta hjartalaga súkkulaðikassann sem vitað er um. Hann bjó til fallegt hjartalaga konfektbox árið 1867 og var því mikill frumkvöðull. Nú seljast hjartalaga box full af súkkulaði í gámatali um allan heim á Valentínusardaginn. Þú notar aðeins tvo vöðva til að smella litlum kossi á einhvern á valentínusardaginn en ef þú ferð í sleik, betur þekktur sem franskur koss, þá notar þú alla 34 vöðvana í andlitinu. Fyrir þá sem eru að telja kaloríur og spá mikið í hreyfingu, þá er hægt að brenna um það bil 26 hitaeiningum á mínútu með því að kyssa einhvern í dag. Valentínusardagurinn er vinsælasti dagur ársins til þess að fara á skeljarnar. Enginn dagur toppar 14. febrúar þegar kemur að trúlofunum. Elsta par í heimi til að gifta sig voru þau George Kirby og Doreen Kirby sem gengu í það heilaga árið 2015, hann 103 ára en hún 91 áras og 280 daga. Vinsælasta blómið á Valentínusardaginn er stök rauð rós. Það er því algjör óþarfi að kaupa stóran eða dýran vönd fyrir elskuna sína. Rauð rós segir allt sem þarf. Gleðilegan Valentínusardag!
Rúmfræði Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Á hvaða aldri misstir þú sveindóminn/meydóminn? Íslendingar hafa náð þeim árangri að vera með lægsta meðalaldurinn í könnun sem mældi á hvaða aldri íbúar landa byrja að stunda kynlíf. 7. febrúar 2020 20:45 Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Á hvaða aldri misstir þú sveindóminn/meydóminn? Íslendingar hafa náð þeim árangri að vera með lægsta meðalaldurinn í könnun sem mældi á hvaða aldri íbúar landa byrja að stunda kynlíf. 7. febrúar 2020 20:45
Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00