Skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í NBA með „handboltaskoti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Steven Adams í leiknum gegn New Orleans Pelicans í nótt. vísir/getty Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp.
NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30