Sagði Luka Doncic að gefa dómaranum eiginhandaráritun eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Luka Doncic var frábær í leiknum en þjálfari Sacramento þótti hann fá fullmikið hjá dómurum leiksins. Getty/Ronald Martinez Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020 NBA Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020
NBA Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira