Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 19:15 Andri Stefánsson er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs. vísir/skjáskot Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum