Patrekur: Áður en ég hætti hjá Stjörnunni þá vinnum við eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Patrekur Jóhannesson tekur við Olís deildar liði Stjörnunnar í sumar. Hér lyftir hann Íslandsbikarnum ásamt Grími Hergeirssyni í fyrra. Vísir/Vilhelm Patrekur Jóhannesson heyrði í Selfyssingum og fékk fyrirspurnir erlendis frá en ákvað að koma heim í Garðabæinn og taka við Stjörnunni. Patrekur Jóhannesson var tilkynntur sem næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar seint í gærkvöldi og Arnar Björnsson hitti hann í dag. Patrekur hefur bæði gert Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum en Selfyssingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn undir hans stjórn í fyrravor. Patrekur fór í framhaldinu til Danmerkur og tók við liði Skjern. Hann var hins vegar látinn fara á dögunum en hafði áður tilkynnt að hann yrði ekki áfram eftir þetta tímabil. „Ég myndi ekki segja að það hafi verið langur aðdragandi að þessu en ég vissi það í desember að ég væri á heimleið. Þá fór maður strax að skoða hvað væri í boði. Þetta eru einhverjar vikur,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Klippa: Patrekur: Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim Var Patrekur ekki að hugsa um það að reyna að vera áfram úti? „Nei, það var alveg klárt mál að mig langaði að koma heim. Planið hjá mér var alltaf að vera í Skjern, fara fyrst einn út og að fjölskyldan kæmi síðan seinna. Svo breyttist það bara. Það komu einhverjar fyrirspurnir frá liðum erlendis frá en ég lokaði strax á það,“ sagði Patrekur sem segir að eitt tilboðið að utan hafi verið mjög áhugavert. „Það hefur verið þannig hjá mér undanfarin ár að það hefur alltaf verið eitthvað í boði en það var alveg skýrt hjá mér að ég væri að koma heim. Ég er að fara í Garðabæinn, það er mitt uppeldisfélag og það byrjaði ég minn feril. Þar byrjaði líka minn þjálfaraferill,“ sagði Patrekur.Rétti tíminn til að koma heim „Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim, vera með fjölskyldunni og ég er ekkert að hugsa um að fara út,“ sagði Patrekur. Stjarnan er í áttunda sæti Olís deildarinnar í dag og það var búist við meiru af liðinu eftir að Garðbæingar náðu í sterka leikmenn fyrir tímabilið. „Þeir hafa verið að gera ágætis hluti í síðustu leikjum en þetta er stórt verkefni. Það er allt til alls fyrir handboltann í Garðabæ. Þetta tekur allt ákveðinn tíma en ég ætla að koma inn með minn kraft og mína þekkingu,“ sagði Patrekur „Ég er heppinn að búa að því að hafa verið hjá Haukum í tvö ár og síðan í framhaldinu hjá Selfossi þar sem ég var með akademíuna. Ég veit að þetta gerist ekki á einum degi en það er klárlega mitt markmið að færa þetta á hærra plan,“ sagði Patrekur. En reyndu Selfyssingar ekki að fá gamla þjálfarann sinn til baka? „Jú. Ég hef verið í góðum samskiptum við Selfoss í allan vetur. Ég heyrði í þeim og hugsaði það. Eins og staðan er núna þá langaði mér að vera í Garðabænum. Börnin verða þar í skóla og strákurinn minn er að æfa í Stjörnunni. Ég hugsaði um það því ég átti frábæran tíma á Selfossi. Það endaði mjög vel en það verður einhvern tímann seinna kannski,“ sagði Patrekur. Hvað þurfa stuðningsmenn Stjörnunnar að bíða lengi eftir því að hann vinni titil með liðinu. „Auðvitað er það alltaf markmiðið að vinna titla og maður verður að hafa það. Hvenær það gerist veit ég ekki. Ég hef endað á að vinna hjá síðustu félögum sem hafa leyft mér að klára mína vinnu. Áður en ég hætti þá vinnum við eitthvað,“ sagði Patrekur.Hefur ekki eitt slæmt að segja um Skjern Patrekur var látinn fara frá Skjern en voru einhver sárindi í þeim viðskilnaði? „Nei. Ég hef ekki eitt slæmt um þetta félag að segja. Ég ákvað sjálfur að hætta þannig séð en auðvitað var stefnan sett á það að klára tímabilið. Ég skil alveg liðið. Þeir voru á sama stað og þeir voru í fyrra og tímabilið í fyrra voru vonbrigði. Ég náði ekki að breyta því svo ef ég á að vera hreinskilinn þá er kannski eðlilegt að þessar breytingar skildu koma án þess að ég sé að gera lítið úr sjálfum mér,“ sagði Patrekur „Ég fer til Skjern í næstu viku og hitti þá allt fólkið þar til að ganga frá mínum málum. Þetta er toppklúbbur með frábæra leikmenn. Það er líka frábært fyrir mig að hafa fengið að þjálfa Bjarte Myrhol, Jesper Söndergaard, Anders Eggert og alla þessa stráka. Þeir hafa gefið mér mikið svo að það eru engin leiðindi en auðvitað vissi ég að ég gæti unnið mótið með þessum leikmönnum,“ sagði Patrekur en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Patrekur Jóhannesson heyrði í Selfyssingum og fékk fyrirspurnir erlendis frá en ákvað að koma heim í Garðabæinn og taka við Stjörnunni. Patrekur Jóhannesson var tilkynntur sem næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar seint í gærkvöldi og Arnar Björnsson hitti hann í dag. Patrekur hefur bæði gert Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum en Selfyssingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn undir hans stjórn í fyrravor. Patrekur fór í framhaldinu til Danmerkur og tók við liði Skjern. Hann var hins vegar látinn fara á dögunum en hafði áður tilkynnt að hann yrði ekki áfram eftir þetta tímabil. „Ég myndi ekki segja að það hafi verið langur aðdragandi að þessu en ég vissi það í desember að ég væri á heimleið. Þá fór maður strax að skoða hvað væri í boði. Þetta eru einhverjar vikur,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Klippa: Patrekur: Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim Var Patrekur ekki að hugsa um það að reyna að vera áfram úti? „Nei, það var alveg klárt mál að mig langaði að koma heim. Planið hjá mér var alltaf að vera í Skjern, fara fyrst einn út og að fjölskyldan kæmi síðan seinna. Svo breyttist það bara. Það komu einhverjar fyrirspurnir frá liðum erlendis frá en ég lokaði strax á það,“ sagði Patrekur sem segir að eitt tilboðið að utan hafi verið mjög áhugavert. „Það hefur verið þannig hjá mér undanfarin ár að það hefur alltaf verið eitthvað í boði en það var alveg skýrt hjá mér að ég væri að koma heim. Ég er að fara í Garðabæinn, það er mitt uppeldisfélag og það byrjaði ég minn feril. Þar byrjaði líka minn þjálfaraferill,“ sagði Patrekur.Rétti tíminn til að koma heim „Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim, vera með fjölskyldunni og ég er ekkert að hugsa um að fara út,“ sagði Patrekur. Stjarnan er í áttunda sæti Olís deildarinnar í dag og það var búist við meiru af liðinu eftir að Garðbæingar náðu í sterka leikmenn fyrir tímabilið. „Þeir hafa verið að gera ágætis hluti í síðustu leikjum en þetta er stórt verkefni. Það er allt til alls fyrir handboltann í Garðabæ. Þetta tekur allt ákveðinn tíma en ég ætla að koma inn með minn kraft og mína þekkingu,“ sagði Patrekur „Ég er heppinn að búa að því að hafa verið hjá Haukum í tvö ár og síðan í framhaldinu hjá Selfossi þar sem ég var með akademíuna. Ég veit að þetta gerist ekki á einum degi en það er klárlega mitt markmið að færa þetta á hærra plan,“ sagði Patrekur. En reyndu Selfyssingar ekki að fá gamla þjálfarann sinn til baka? „Jú. Ég hef verið í góðum samskiptum við Selfoss í allan vetur. Ég heyrði í þeim og hugsaði það. Eins og staðan er núna þá langaði mér að vera í Garðabænum. Börnin verða þar í skóla og strákurinn minn er að æfa í Stjörnunni. Ég hugsaði um það því ég átti frábæran tíma á Selfossi. Það endaði mjög vel en það verður einhvern tímann seinna kannski,“ sagði Patrekur. Hvað þurfa stuðningsmenn Stjörnunnar að bíða lengi eftir því að hann vinni titil með liðinu. „Auðvitað er það alltaf markmiðið að vinna titla og maður verður að hafa það. Hvenær það gerist veit ég ekki. Ég hef endað á að vinna hjá síðustu félögum sem hafa leyft mér að klára mína vinnu. Áður en ég hætti þá vinnum við eitthvað,“ sagði Patrekur.Hefur ekki eitt slæmt að segja um Skjern Patrekur var látinn fara frá Skjern en voru einhver sárindi í þeim viðskilnaði? „Nei. Ég hef ekki eitt slæmt um þetta félag að segja. Ég ákvað sjálfur að hætta þannig séð en auðvitað var stefnan sett á það að klára tímabilið. Ég skil alveg liðið. Þeir voru á sama stað og þeir voru í fyrra og tímabilið í fyrra voru vonbrigði. Ég náði ekki að breyta því svo ef ég á að vera hreinskilinn þá er kannski eðlilegt að þessar breytingar skildu koma án þess að ég sé að gera lítið úr sjálfum mér,“ sagði Patrekur „Ég fer til Skjern í næstu viku og hitti þá allt fólkið þar til að ganga frá mínum málum. Þetta er toppklúbbur með frábæra leikmenn. Það er líka frábært fyrir mig að hafa fengið að þjálfa Bjarte Myrhol, Jesper Söndergaard, Anders Eggert og alla þessa stráka. Þeir hafa gefið mér mikið svo að það eru engin leiðindi en auðvitað vissi ég að ég gæti unnið mótið með þessum leikmönnum,“ sagði Patrekur en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04
Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00
Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30