Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 74-91 | Grindavík í úrslitaleikinn Ísak Hallmundarson skrifar 12. febrúar 2020 20:45 vísir/bára Grindavík er komin í úrslit Geysis-bikars karla í körfubolta eftir góðan sigur á Fjölni. Leikurinn var frábær fyrir augað og spennandi allt fram til miðbiks fjórða leikhluta. Lokatölur urðu 91-74 fyrir Grindavík sem mætir annaðhvort Stjörnunni eða Tindastól í úrslitum á laugardaginn. Grindvíkingar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stigin. Jere Vucica jafnaði leikinn í 14-14 eftir um 5 mínútna leik með þriggja stiga skoti en Fjölnisliðið var eldheitt fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Staðan var jöfn, 22-22, þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta en þá fékk Tómas Heiðar Tómasson boltann á eigin vallarhelmingi og skaut honum þaðan beint í körfuna við mikinn fögnuð stuðningsmanna Fjölnis. Staðan að loknum fyrsta leikhluta því 25-22 fyrir Fjölni. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta betur og settu niður nánast öll þriggja stiga skot sem þeir tóku. Þannig náðu þeir 10 stiga forystu, 35-25. Grindvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins og næstu fjórar körfur þeirra komu frá þriggja stiga línunni, þeir náðu að minnka muninn í 46-42 áður en flautað var til hálfleiks. Fjölnisliðið var með 62,5% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik á móti 35% hjá Grindavík. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, engin karfa var skoruð úr opnum leik fyrstu 4 mínúturnar en Valdas Vasylius kom Grindavík yfir í 48-46 og braut þar með ísinn fyrir þriðja leikhluta. Fjölnismenn byrjuðu þá aftur að hitta þristum og komust þannig aftur í 5 stiga forystu, 57-52. Það voru 1,4 sekúndur eftir af þriðja leikhluta. Ólafur Ólafsson tók innkast frá körfu Grindavíkur, henti boltanum fram á miðjan völlinn þar sem Sigtryggur Arnar beið, hann var fljótur að átta sig og fór beint í skotið sem hann setti niður og komu þessi þrjú stig Grindvíkingum yfir í 65-63 fyrir lokaleikhlutann. Leikurinn snerist alveg við í fjórða leikhluta. Grindavík byrjaði að hitta úr öllum þriggja stiga skotum en Fjölnir hætti að skora. Tandurhrein þriggja stiga karfa Sigtryggs Arnars kom Grindvíkingum í 6 stiga forystu, 71-65 og hann var svo aftur á ferðinni þegar hann kom þeim í 74-67, góður kafli hjá honum. Fjölnismenn minnkuðu muninn í 71-76 en komust ekki nær og Grindvíkingar enduðu leikinn á 15-3 kafla. Lokatölur 91-74 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Lykilmenn Grindavíkur stigu upp þegar á þurfti að halda. Fjölnisliðið hitti óvenju vel úr þriggja stiga skotum fyrstu þrjá leikhlutana en flautukarfa Sigtryggs Arnars í lok 3. leikhluta kveikti heldur betur í Grindvíkingum og í leiðinni slökknaði á sóknarleik Fjölnis. Þegar menn eins og Valdas Vasylius, Sigtryggur Arnar og Ólafur Ólafsson eru í sama liði og smella saman er erfitt að stoppa þá og þeir stigu allir upp í 4. leikhluta. Fjölnir er ekki með jafnmikla breidd og Grindavík og því virkuðu leikmenn þeirra þreyttari í lokaleikhlutanum, sem getur skipt sköpum. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik, sérstaklega seinni hálfleik og skoraði 25 stig, gaf 8 stoðsendingar, var með 60% þriggja stiga nýtingu og framlagshæstur allra á vellinum með 31 í framlag. Valdas Vasylius átti einnig góðan leik með 25 stig og 59% skotnýtingu, þar af margar mikilvægar körfur. Viktor Moses í Fjölni var með 20 stig og 8 fráköst og sýndi flotta takta varnarlega, varði þrjú skot. Valið stendur á milli Sigtryggs og Valdas fyrir mann leiksins og ég ætla að gefa Sigtryggi þau verðlaun. Hvað gerist næst? Grindavík leikur til úrslita á laugardaginn, annaðhvort gegn Tindastól eða Stjörnunni. Fjölnir er úr leik í bikarnum og er einnig fallið úr Dominos-deildinni. Daníel: Þurfum alla bæjarbúana á úrslitaleikinn Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur er ánægður með að vera kominn í úrslitaleik Geysis-bikarsins. ,,Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.‘‘ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: ,,Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.‘‘ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: ,,Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautsegju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.‘‘ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: ,,Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.‘‘ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. ,,Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.‘‘ Falur: Gasið fór úr blöðrunni Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis var svekktur með tapið í kvöld, en segir að það þýði ekkert að láta deigan síga. ,,Við vorum alveg inni í þessum leik í svona 34 mínútur. Þá fór gasið úr blöðrunni og því miður þá hefur þetta verið soldið svona hjá okkur á tímabilinu. Hvort það sé út af róteringu á leikmönnum eða hvað, en ég er ekki með fullan bekk.‘‘ ,,Þeir tóku alltof mikið af sóknarfráköstum sem varð til þess að þeir fengu annað tækifæri og skoruðu 20 svokölluð ,,second-chance points‘‘ sem er frekar mikið. Það vegur mjög stórt.‘‘ Fjölnir var yfir þangað til í lok þriðja leikhluta en endaði á því að tapa leiknum með 17 stigum. Hvað fór úrskeiðis? ,,Það er eins og ég segi, gasið fer úr okkur, bara á nokkrum mínútum.‘‘ Fjölnir á núna fjóra leiki í Dominos-deildinni eftir á tímabilinu. Falur vill nýta þá til hins ítrasta þrátt fyrir að liðið sé formlega fallið úr deildinni. ,,Við þurfum bara að nýta tækifærið að verða betri, nýta þessa fjóra leiki og vinna í okkar hlutum. Það er enn þá lífsmark með okkur, við getum ekki látið deigan síga,‘‘ sagði Falur að lokum. Dominos-deild karla
Grindavík er komin í úrslit Geysis-bikars karla í körfubolta eftir góðan sigur á Fjölni. Leikurinn var frábær fyrir augað og spennandi allt fram til miðbiks fjórða leikhluta. Lokatölur urðu 91-74 fyrir Grindavík sem mætir annaðhvort Stjörnunni eða Tindastól í úrslitum á laugardaginn. Grindvíkingar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stigin. Jere Vucica jafnaði leikinn í 14-14 eftir um 5 mínútna leik með þriggja stiga skoti en Fjölnisliðið var eldheitt fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Staðan var jöfn, 22-22, þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta en þá fékk Tómas Heiðar Tómasson boltann á eigin vallarhelmingi og skaut honum þaðan beint í körfuna við mikinn fögnuð stuðningsmanna Fjölnis. Staðan að loknum fyrsta leikhluta því 25-22 fyrir Fjölni. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta betur og settu niður nánast öll þriggja stiga skot sem þeir tóku. Þannig náðu þeir 10 stiga forystu, 35-25. Grindvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins og næstu fjórar körfur þeirra komu frá þriggja stiga línunni, þeir náðu að minnka muninn í 46-42 áður en flautað var til hálfleiks. Fjölnisliðið var með 62,5% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik á móti 35% hjá Grindavík. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, engin karfa var skoruð úr opnum leik fyrstu 4 mínúturnar en Valdas Vasylius kom Grindavík yfir í 48-46 og braut þar með ísinn fyrir þriðja leikhluta. Fjölnismenn byrjuðu þá aftur að hitta þristum og komust þannig aftur í 5 stiga forystu, 57-52. Það voru 1,4 sekúndur eftir af þriðja leikhluta. Ólafur Ólafsson tók innkast frá körfu Grindavíkur, henti boltanum fram á miðjan völlinn þar sem Sigtryggur Arnar beið, hann var fljótur að átta sig og fór beint í skotið sem hann setti niður og komu þessi þrjú stig Grindvíkingum yfir í 65-63 fyrir lokaleikhlutann. Leikurinn snerist alveg við í fjórða leikhluta. Grindavík byrjaði að hitta úr öllum þriggja stiga skotum en Fjölnir hætti að skora. Tandurhrein þriggja stiga karfa Sigtryggs Arnars kom Grindvíkingum í 6 stiga forystu, 71-65 og hann var svo aftur á ferðinni þegar hann kom þeim í 74-67, góður kafli hjá honum. Fjölnismenn minnkuðu muninn í 71-76 en komust ekki nær og Grindvíkingar enduðu leikinn á 15-3 kafla. Lokatölur 91-74 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Lykilmenn Grindavíkur stigu upp þegar á þurfti að halda. Fjölnisliðið hitti óvenju vel úr þriggja stiga skotum fyrstu þrjá leikhlutana en flautukarfa Sigtryggs Arnars í lok 3. leikhluta kveikti heldur betur í Grindvíkingum og í leiðinni slökknaði á sóknarleik Fjölnis. Þegar menn eins og Valdas Vasylius, Sigtryggur Arnar og Ólafur Ólafsson eru í sama liði og smella saman er erfitt að stoppa þá og þeir stigu allir upp í 4. leikhluta. Fjölnir er ekki með jafnmikla breidd og Grindavík og því virkuðu leikmenn þeirra þreyttari í lokaleikhlutanum, sem getur skipt sköpum. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik, sérstaklega seinni hálfleik og skoraði 25 stig, gaf 8 stoðsendingar, var með 60% þriggja stiga nýtingu og framlagshæstur allra á vellinum með 31 í framlag. Valdas Vasylius átti einnig góðan leik með 25 stig og 59% skotnýtingu, þar af margar mikilvægar körfur. Viktor Moses í Fjölni var með 20 stig og 8 fráköst og sýndi flotta takta varnarlega, varði þrjú skot. Valið stendur á milli Sigtryggs og Valdas fyrir mann leiksins og ég ætla að gefa Sigtryggi þau verðlaun. Hvað gerist næst? Grindavík leikur til úrslita á laugardaginn, annaðhvort gegn Tindastól eða Stjörnunni. Fjölnir er úr leik í bikarnum og er einnig fallið úr Dominos-deildinni. Daníel: Þurfum alla bæjarbúana á úrslitaleikinn Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur er ánægður með að vera kominn í úrslitaleik Geysis-bikarsins. ,,Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.‘‘ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: ,,Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.‘‘ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: ,,Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautsegju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.‘‘ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: ,,Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.‘‘ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. ,,Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.‘‘ Falur: Gasið fór úr blöðrunni Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis var svekktur með tapið í kvöld, en segir að það þýði ekkert að láta deigan síga. ,,Við vorum alveg inni í þessum leik í svona 34 mínútur. Þá fór gasið úr blöðrunni og því miður þá hefur þetta verið soldið svona hjá okkur á tímabilinu. Hvort það sé út af róteringu á leikmönnum eða hvað, en ég er ekki með fullan bekk.‘‘ ,,Þeir tóku alltof mikið af sóknarfráköstum sem varð til þess að þeir fengu annað tækifæri og skoruðu 20 svokölluð ,,second-chance points‘‘ sem er frekar mikið. Það vegur mjög stórt.‘‘ Fjölnir var yfir þangað til í lok þriðja leikhluta en endaði á því að tapa leiknum með 17 stigum. Hvað fór úrskeiðis? ,,Það er eins og ég segi, gasið fer úr okkur, bara á nokkrum mínútum.‘‘ Fjölnir á núna fjóra leiki í Dominos-deildinni eftir á tímabilinu. Falur vill nýta þá til hins ítrasta þrátt fyrir að liðið sé formlega fallið úr deildinni. ,,Við þurfum bara að nýta tækifærið að verða betri, nýta þessa fjóra leiki og vinna í okkar hlutum. Það er enn þá lífsmark með okkur, við getum ekki látið deigan síga,‘‘ sagði Falur að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti