„Guð minn góður kæru vinir og vandamenn. Ég er loksins komin heim með tárin í augunum að lesa allar kveðjurnar frá ykkur.“

Svona hefst stöðufærsla frá fyrsta Óskarsverðlaunahafa Íslendinga, Hildi Guðnadóttur, á Facebook.
Hún vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið og tók við styttunni í Dolby leikhúsinu í Los Angeles. Hildur er búsett í Berlín og er hún loksins komin heim.
„Ég þakka ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum og sendi öllum ástarkveðjur.“