Arjen Robben er kóngurinn í augum leikmannsins sem Liverpool reyndi að kaupa í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:00 Samuel Chukwueze er mjög spennandi leikmaður sem er fæddur árið 1999. Skiptir hann úr gulu í rautt í sumar? Getty/Tim Clayton Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira