Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins: Lærði skyndihjálp eftir björgunina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:00 Hilmir Elísson var útnefndur skyndihjálarmaður ársins á 112 deginum Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira