Prikið áfram vegan: Enginn munur á að leggja sér svín eða hund til munns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:48 Veitingastaður Priksins, B12, dregur nafn sitt af vítamíninu og staðsetningu Priksins, Bankastræti 12. Vísir/vilhelm Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira