Risavaxinn ísjaki brotnaði af Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 15:08 Mynd sem Sentinel 1-gervitunglið náði af Furueyjujöklinum áður en jaki brotnaði úr honum í síðustu viku. Evrópska geimstofnunin/Sentinel 1 Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09