Bashir verður sendur til Haag Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2020 15:53 Omar al-Bashir stjórnaði Súdan með harðri hendi um árabil. Vísir/AP Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15