„Við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 14:23 Þema 112-dagsins sem haldinn er um land allt í dag er öryggi í umferðinni. Vísir Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira