„Við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 14:23 Þema 112-dagsins sem haldinn er um land allt í dag er öryggi í umferðinni. Vísir Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum