Þrjátíu ár frá óvæntustu úrslitum boxsögunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 13:00 Buster Douglas varð sá fyrsti til að slá Mike Tyson í gólfið. vísir/getty Í dag, 11. febrúar, eru nákvæmlega 30 ár frá einum óvæntustu, ef ekki óvæntustu, úrslitum hnefaleikasögunnar. Á þessum degi fyrir þremur áratugum rotaði lítt þekktur boxari, Buster Douglas að nafni, ósigraða heimsmeistarann Mike Tyson í Tokyo Dome. Fáir ef einhverjir höfðu trú á því að Douglas ætti möguleika gegn Tyson sem hafði mikla yfirburði í þungavigtinni á þessum tíma. Og hann var jafnvel talinn besti boxari heims, pund fyrir pund. Enginn átti roð í ungan Tyson.vísir/getty Tyson vann fyrstu 37 bardaga sína á ferlinum, þar af 33 með rothöggi. Hann vann tólf af fyrstu 19 bardögum sínum með rothöggi í 1. lotu. Flestir voru búnir að tapa fyrir Tyson áður en þeir stigu inn í hringinn. Maðurinn með járnhnefann rotaði alla sem á vegi hans urðu og tók sér sjaldnast mikinn tíma í það. Í síðasta bardaga sínum fyrir rimmuna við Douglas rotaði Tyson Carl Williams eftir aðeins 93 sekúndur. Flestir litu á að bardaginn við Douglas væri létt upphitun fyrir væntanlegan bardaga Tysons við Evander Holyfield sem varð þó ekki að veruleika fyrr en 1996. Líkur Douglas á að vinna voru aðeins 42-1. Tyson var hins vegar illa fyrirkallaður á meðan Douglas hafði aldrei verið í betra formi á ævinni. Og Douglas ákvað að berjast þrátt fyrir að móðir hans hefði látist 23 dögum fyrir bardagann. Hornamenn Tysons voru álíka illa undirbúnir og hann sjálfur gegn Douglas.vísir/getty Douglas veiktist daginn fyrir bardagann en það var ekki að sjá á frammistöðu hans gegn heimsmeistaranum sem var ólíkur sjálfum sér. Þetta var annar titilbardagi Douglas á ferlinum. Þremur árum fyrr tapaði hann fyrir Tony Tucker. Faðir Douglas, fyrrverandi boxarinn William „Dynamite“ Douglas, var svo svekktur með soninn að hann gekk út úr salnum. Það var ekki bara Tyson sem var óundirbúinn heldur einnig hornamennirnir hans sem gleymdu m.a. að koma með íspoka. Sögum ber ekki saman hvort þeir hafi fyllt plasthanska eða smokka með klökum til að kæla augað á Tyson sem var orðið bólgið. Klaufalegar aðfarir þeirra gerðu illt verra fyrir Tyson sem átti undir högg að sækja í bardaganum. Tyson leitar að munnstykkinu sínu á meðan dómarann Octavio Meyran telur.vísir/getty Tyson virtist hins vegar hafa bjargað sér fyrir horn þegar hann sló Douglas niður í áttundu lotu. Hann stóð hins vegar upp áður en talningu dómarans, Octavio Meyran, lauk. Hún var umdeild og margir töldu að Meyran hefði byrjað of seint að telja. Í níundu lotu varðist Douglas árásum Tysons og í þeirri tíundu sló hann heimsmeistarann svo niður. Tyson var álíka hissa og allir í salnum enda var þetta í fyrsta sinn sem hann var sleginn niður á ferlinum. Tyson komst ekki á fætur áður en talningu Meyrans lauk og því var fyrsta tap hans á ferlinum staðreynd. Douglas hafði tekist hið ómögulega, að vinna sjálfan Mike Tyson. Douglas grét gleðitárum eftir bardagann og tileinkaði móður sinni heitinni sigurinn. Haukar í horni Tysons, þ.á.m. Don King, hvöttu til þess að úrslitin yrðu ógild vegna rangrar talningar. Douglas fékk sigurinn staðfestan á endanum en hann viðurkenndi að mótmæli Kings og félaga hefðu dregið úr gleðinni að vinna bardagann. Douglas var ekki lengi á toppnum en enginn mun gleyma sigri hans á Tyson.vísir/getty Ekkert varð af því að þeir Douglas og Tyson mættust aftur. Í næsta bardaga sínum, titilvörninni, tapaði þungur og þreyttur Douglas fyrir Holyfield og lagði hanskana á hilluna eftir það. Hann byrjaði aftur sex árum síðar en náði sér ekki aftur á strik. Tyson barðist fjórum sinnum í viðbót áður en hann var dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun 1991. Tyson náði titlunum sínum aftur eftir að honum var sleppt lausum en tapaði þeim til Holyfields. Hann hætti fyrir fullt og allt 2005. Forsíða Sports Illustrated þar sem Douglas var líkt við Rocky Balboa. Þeir komu báðir eins og skrattinn úr sauðaleggnum og skutust upp á stjörnuhimininn.vísir/getty Box Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Í dag, 11. febrúar, eru nákvæmlega 30 ár frá einum óvæntustu, ef ekki óvæntustu, úrslitum hnefaleikasögunnar. Á þessum degi fyrir þremur áratugum rotaði lítt þekktur boxari, Buster Douglas að nafni, ósigraða heimsmeistarann Mike Tyson í Tokyo Dome. Fáir ef einhverjir höfðu trú á því að Douglas ætti möguleika gegn Tyson sem hafði mikla yfirburði í þungavigtinni á þessum tíma. Og hann var jafnvel talinn besti boxari heims, pund fyrir pund. Enginn átti roð í ungan Tyson.vísir/getty Tyson vann fyrstu 37 bardaga sína á ferlinum, þar af 33 með rothöggi. Hann vann tólf af fyrstu 19 bardögum sínum með rothöggi í 1. lotu. Flestir voru búnir að tapa fyrir Tyson áður en þeir stigu inn í hringinn. Maðurinn með járnhnefann rotaði alla sem á vegi hans urðu og tók sér sjaldnast mikinn tíma í það. Í síðasta bardaga sínum fyrir rimmuna við Douglas rotaði Tyson Carl Williams eftir aðeins 93 sekúndur. Flestir litu á að bardaginn við Douglas væri létt upphitun fyrir væntanlegan bardaga Tysons við Evander Holyfield sem varð þó ekki að veruleika fyrr en 1996. Líkur Douglas á að vinna voru aðeins 42-1. Tyson var hins vegar illa fyrirkallaður á meðan Douglas hafði aldrei verið í betra formi á ævinni. Og Douglas ákvað að berjast þrátt fyrir að móðir hans hefði látist 23 dögum fyrir bardagann. Hornamenn Tysons voru álíka illa undirbúnir og hann sjálfur gegn Douglas.vísir/getty Douglas veiktist daginn fyrir bardagann en það var ekki að sjá á frammistöðu hans gegn heimsmeistaranum sem var ólíkur sjálfum sér. Þetta var annar titilbardagi Douglas á ferlinum. Þremur árum fyrr tapaði hann fyrir Tony Tucker. Faðir Douglas, fyrrverandi boxarinn William „Dynamite“ Douglas, var svo svekktur með soninn að hann gekk út úr salnum. Það var ekki bara Tyson sem var óundirbúinn heldur einnig hornamennirnir hans sem gleymdu m.a. að koma með íspoka. Sögum ber ekki saman hvort þeir hafi fyllt plasthanska eða smokka með klökum til að kæla augað á Tyson sem var orðið bólgið. Klaufalegar aðfarir þeirra gerðu illt verra fyrir Tyson sem átti undir högg að sækja í bardaganum. Tyson leitar að munnstykkinu sínu á meðan dómarann Octavio Meyran telur.vísir/getty Tyson virtist hins vegar hafa bjargað sér fyrir horn þegar hann sló Douglas niður í áttundu lotu. Hann stóð hins vegar upp áður en talningu dómarans, Octavio Meyran, lauk. Hún var umdeild og margir töldu að Meyran hefði byrjað of seint að telja. Í níundu lotu varðist Douglas árásum Tysons og í þeirri tíundu sló hann heimsmeistarann svo niður. Tyson var álíka hissa og allir í salnum enda var þetta í fyrsta sinn sem hann var sleginn niður á ferlinum. Tyson komst ekki á fætur áður en talningu Meyrans lauk og því var fyrsta tap hans á ferlinum staðreynd. Douglas hafði tekist hið ómögulega, að vinna sjálfan Mike Tyson. Douglas grét gleðitárum eftir bardagann og tileinkaði móður sinni heitinni sigurinn. Haukar í horni Tysons, þ.á.m. Don King, hvöttu til þess að úrslitin yrðu ógild vegna rangrar talningar. Douglas fékk sigurinn staðfestan á endanum en hann viðurkenndi að mótmæli Kings og félaga hefðu dregið úr gleðinni að vinna bardagann. Douglas var ekki lengi á toppnum en enginn mun gleyma sigri hans á Tyson.vísir/getty Ekkert varð af því að þeir Douglas og Tyson mættust aftur. Í næsta bardaga sínum, titilvörninni, tapaði þungur og þreyttur Douglas fyrir Holyfield og lagði hanskana á hilluna eftir það. Hann byrjaði aftur sex árum síðar en náði sér ekki aftur á strik. Tyson barðist fjórum sinnum í viðbót áður en hann var dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun 1991. Tyson náði titlunum sínum aftur eftir að honum var sleppt lausum en tapaði þeim til Holyfields. Hann hætti fyrir fullt og allt 2005. Forsíða Sports Illustrated þar sem Douglas var líkt við Rocky Balboa. Þeir komu báðir eins og skrattinn úr sauðaleggnum og skutust upp á stjörnuhimininn.vísir/getty
Box Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira