Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Getty Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13