Erlent

Vopnaðir her­menn ruddust inn í þing­húsið í El Salvador

Atli Ísleifsson skrifar
Hópurinn ruddist inn um leið og Nayib Bukele, forseti landsins, hélt ræðu yfir þingheimi.
Hópurinn ruddist inn um leið og Nayib Bukele, forseti landsins, hélt ræðu yfir þingheimi. AP

Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra.

Hópurinn ruddist inn um leið og Nayib Bukele, forseti landsins, hélt ræðu yfir þingheimi þar sem hann gaf þeim sjö daga til að samþykkja lánið, en það er hugmynd forsetans og hefur hún mætt andstöðu í þinginu.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu veru hermannanna í salnum harðlega og sögðu hana til marks um beinar hótanir í þeirra garð.

Forsetinn tók við völdum í landinu á síðasta ári og sór þess eið að berjast gegn glæpum í landinu, en morðtíðni í El Salvador er ein sú hæsta í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×