Sport

Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísland náði í silfur á Akureyri
Ísland náði í silfur á Akureyri Mynd/Íshokkísamband Íslands

Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri.

Karítas Halldórsdóttir, markvörður Íslands, varði vel í upphafi leiks áður en íslenska landsliðið tók öll völd í leiknum. Það var þó ekki fyrr en í öðrum leikhluta sem íslenska liðið braut ísinn en þá litu alls fimm mörk dagsins ljós. Í loka leikhluta mótsins bætti liðið við tveimur mörkum og lokatölur því eins og stendur hér að ofan, 7-0.

Mörk Íslands skoruðu Sylvía Rán Björgvinsdóttir (2), Sunna Björgvinsdóttir, Kolbrún María Garðarsdóttir, Teresa Snorradóttir, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Hilma Bóel Bergsdóttir.

Þá var Sunna Björgvinsdóttir kosin besti leikmaður Íslands á mótinu en Silvía Rán var þó sá leikmaður mótsins sem kom að flestum mörkum, skoruðum eða lögðum upp.

Mbl.is greindi frá.


Tengdar fréttir

Annar sigur Íslands kom gegn Tyrkjum

Eftir tap gegn Ástralíu og sigur gegn Nýja-Sjálandi þá kom stærsti sigur Íslands á mótinu í gær er liðið lagði Tyrkland örugglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×