Fótbolti

Kristian Nökkvi með sitt fyrsta mark fyrir unglingalið Ajax | Myndband

Ísak Hallmundarson skrifar
Kristian skrifaði undir hjá Ajax í janúar
Kristian skrifaði undir hjá Ajax í janúar mynd/heimasíða ajax

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir U17-lið Ajax í dag. Hann kom til Ajax í janúar frá Breiðablik.

Kristian skoraði markið á 71. mínútu í 2-2 jafntefli gegn PEC-Zwolle. Hann spilar á miðjunni og nýtur sín best sem sóknartengiliður.

Undanfarnar vikur hefur hann spilað með bæði U16- og U17-liðum Ajax en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki fyrir Breiðablik síðasta sumar. Hann er fæddur árið 2004 og er því 16 ára gamall.

Kristian er bróðir Ágústs Eðvalds Hlynssonar, sem varð bikarmeistari með Víkingi Reykjavík síðasta haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×