49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 11:16 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18