Giannis í stuði | Zion og félagar færast nær úrslitakeppninni | Myndbönd Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 09:00 Giannis í stuði. vísir/getty Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru óstöðvandi og gjörsamlega gengu frá Oklahoma City Thunder í gær, 133-86, þar sem Giannis fór á kostum með 32 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar á innan við 30 mínútum. Milwaukee eru langefstir í Austur-deildinni með 51 sigurleik í 59 leikjum. The. Greek. Freak.#PhantomCam x #FearTheDeer : ESPN pic.twitter.com/5gktExGFwK— NBA (@NBA) February 29, 2020 Hið unga lið New Orleans Pelicans sigraði Cleveland með 12 stiga mun, Zion Williamsson og Brandon Ingram voru í stuði. Zion var með 24 stig og Ingram var með 29. Pelicans sem voru í basli í byrjun tímabils eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni og hafa unnið sex af síðustu 10 leikjum sínum. B.I. & Zion combine for 53 @B_Ingram13 drops 29 PTS while @Zionwilliamson (24 PTS) becomes the 1st player in @NBAHistory to score 20+ points in 10 straight games before the age of 20! pic.twitter.com/SuPot0tJNc— NBA (@NBA) February 29, 2020 25 PTS for B.I. and 20 PTS for Zion. Zion Williamson becomes the 1st player in @NBAHistory to record 20+ points in 10 straight games before the age of 20! pic.twitter.com/Rz8y6I3ZzJ— NBA (@NBA) February 29, 2020 Bradley Beal heldur áfram að gera góða hluti fyrir Washington á tímabilinu þrátt fyrir að lið hans hafi tapað gegn Utah í nótt. Beal var með 42 stig og var þetta 17. leikurinn í röð þar sem hann skorar 25 stig eða meira. Donovan Mitchell var atkvæðamestur í Utah með 30 stig og 8 fráköst. ▪️ 17th straight game with 25+ points ▪️ 10th 40-point game of the season Bradley Beal is the #NBAFantasy Player of the Night! pic.twitter.com/c0q2AD6PWJ— NBA Fantasy (@NBAFantasy) February 29, 2020 Hinn bráðskemmtilegi leikmaður Trae Young var með 14 stoðsendingar þegar lið hans, Atlanta Hawks, vann þægilegan sigur á Brooklyn, 141-118. John Collins var stigahæstur með 33 stig. Meistarar Toronto Raptors töpuðu óvænt fyrir Charlotte á heimavelli, 96-99, þar sem Nick Nurse þjálfari Raptors fékk á sig tæknivillu í stöðunni 96-96 þegar um 2 sekúndur voru eftir af leiknum. Nick Nurse couldn't believe it. Tough way to lose in Toronto. pic.twitter.com/5sGS3dW3pk— SportsCenter (@SportsCenter) February 29, 2020 Í stórleik kvöldsins mættust Denver Nuggets og LA Clippers í Staples Center. Clippers unnu sannfærandi sigur, 132-103, og jöfnuðu þar með fjölda sigurleikja Denver. Paul George var stigahæstur Clippers leikmanna með 24 stig og Kawhi Leonard fylgdi honum á eftir með 19 stig. Nikola Jokic var með 21 stig fyrir Denver og Jerami Grant 20 stig.Öll úrslit næturinnar: LA Clippers 132-103 Denver Nuggets Milwaukee Bucks 133-86 OKC Thunder Orlando Magic 136-125 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 129-119 Washington Wizards Phoenix Suns 111-113 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 116-104 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 101-104 Sacramento Kings Miami Heat 126-118 Dallas Mavericks Toronto Raptors 96-99 Charlotte Hornets Atlanta Hawks 141-118 Brooklyn Nets the updated NBA standings following Friday night’s action. pic.twitter.com/EUdY6KhCoW— NBA (@NBA) February 29, 2020 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru óstöðvandi og gjörsamlega gengu frá Oklahoma City Thunder í gær, 133-86, þar sem Giannis fór á kostum með 32 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar á innan við 30 mínútum. Milwaukee eru langefstir í Austur-deildinni með 51 sigurleik í 59 leikjum. The. Greek. Freak.#PhantomCam x #FearTheDeer : ESPN pic.twitter.com/5gktExGFwK— NBA (@NBA) February 29, 2020 Hið unga lið New Orleans Pelicans sigraði Cleveland með 12 stiga mun, Zion Williamsson og Brandon Ingram voru í stuði. Zion var með 24 stig og Ingram var með 29. Pelicans sem voru í basli í byrjun tímabils eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni og hafa unnið sex af síðustu 10 leikjum sínum. B.I. & Zion combine for 53 @B_Ingram13 drops 29 PTS while @Zionwilliamson (24 PTS) becomes the 1st player in @NBAHistory to score 20+ points in 10 straight games before the age of 20! pic.twitter.com/SuPot0tJNc— NBA (@NBA) February 29, 2020 25 PTS for B.I. and 20 PTS for Zion. Zion Williamson becomes the 1st player in @NBAHistory to record 20+ points in 10 straight games before the age of 20! pic.twitter.com/Rz8y6I3ZzJ— NBA (@NBA) February 29, 2020 Bradley Beal heldur áfram að gera góða hluti fyrir Washington á tímabilinu þrátt fyrir að lið hans hafi tapað gegn Utah í nótt. Beal var með 42 stig og var þetta 17. leikurinn í röð þar sem hann skorar 25 stig eða meira. Donovan Mitchell var atkvæðamestur í Utah með 30 stig og 8 fráköst. ▪️ 17th straight game with 25+ points ▪️ 10th 40-point game of the season Bradley Beal is the #NBAFantasy Player of the Night! pic.twitter.com/c0q2AD6PWJ— NBA Fantasy (@NBAFantasy) February 29, 2020 Hinn bráðskemmtilegi leikmaður Trae Young var með 14 stoðsendingar þegar lið hans, Atlanta Hawks, vann þægilegan sigur á Brooklyn, 141-118. John Collins var stigahæstur með 33 stig. Meistarar Toronto Raptors töpuðu óvænt fyrir Charlotte á heimavelli, 96-99, þar sem Nick Nurse þjálfari Raptors fékk á sig tæknivillu í stöðunni 96-96 þegar um 2 sekúndur voru eftir af leiknum. Nick Nurse couldn't believe it. Tough way to lose in Toronto. pic.twitter.com/5sGS3dW3pk— SportsCenter (@SportsCenter) February 29, 2020 Í stórleik kvöldsins mættust Denver Nuggets og LA Clippers í Staples Center. Clippers unnu sannfærandi sigur, 132-103, og jöfnuðu þar með fjölda sigurleikja Denver. Paul George var stigahæstur Clippers leikmanna með 24 stig og Kawhi Leonard fylgdi honum á eftir með 19 stig. Nikola Jokic var með 21 stig fyrir Denver og Jerami Grant 20 stig.Öll úrslit næturinnar: LA Clippers 132-103 Denver Nuggets Milwaukee Bucks 133-86 OKC Thunder Orlando Magic 136-125 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 129-119 Washington Wizards Phoenix Suns 111-113 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 116-104 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 101-104 Sacramento Kings Miami Heat 126-118 Dallas Mavericks Toronto Raptors 96-99 Charlotte Hornets Atlanta Hawks 141-118 Brooklyn Nets the updated NBA standings following Friday night’s action. pic.twitter.com/EUdY6KhCoW— NBA (@NBA) February 29, 2020
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira