Engin staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:08 Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. Vísir/Getty Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“