Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 22:30 Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga gegn Real Madrid? Vísir/Getty Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld.Spænski miðillinn AS greinir frá þessu en El Clásisco er í stærri kantinum að þessu sinni þar sem toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar er undir. Börsungar keyptu Braithwaite frá Leganés eftir að félagaskiptaglugganum var lokað en ástæðan sem spænska úrvalsdeildin gaf fyrir undanþágunni var sú að bæði Ousmane Dembéle og Luis Suarez eru á meiðslaslista félagsins til loka tímabils. Hins vegar fékk Leganés ekki að kaupa leikmann í staðinn en liðið er í bullandi fallbaráttu. Ástæðan fyrir að AS heldur þessu fram er sú að hinum danska Braithwaite var stillt upp við hlið Antoine Griezmann og Lionel Messi á æfingu Barcelona á föstudag er liðið virtist æfa sóknarleik sinn fyrir leik helgarinnar. Braithwaite kom ágætlega inn í lið Börsunga er liðið vann Eibar 5-0 í síðustu umferð en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Napoli í vikunni. Barcelona er í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 55 stig eftir 25 umferðir, tveimur stigum meira en Real Madrid sem situr í 2. sætinu. El Clásico hefst klukkan 20:00 annað kvöld og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn Tengdar fréttir Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. 22. febrúar 2020 22:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Hazard missir af leiknum gegn City og El Clásico Meiðslavandræði Edens Hazard, leikmanns Real Madrid, halda áfram. 23. febrúar 2020 14:13 Real gaf toppsætið eftir fyrir El Clásico og Hazard meiddist Real Madrid tapaði 1-0 á útivelli gegn Levante í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er því efst í deildinni og nú með tveggja stiga forskot á Madridinga í aðdraganda El Clásico. 22. febrúar 2020 21:45 Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik. 25. febrúar 2020 22:00 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld.Spænski miðillinn AS greinir frá þessu en El Clásisco er í stærri kantinum að þessu sinni þar sem toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar er undir. Börsungar keyptu Braithwaite frá Leganés eftir að félagaskiptaglugganum var lokað en ástæðan sem spænska úrvalsdeildin gaf fyrir undanþágunni var sú að bæði Ousmane Dembéle og Luis Suarez eru á meiðslaslista félagsins til loka tímabils. Hins vegar fékk Leganés ekki að kaupa leikmann í staðinn en liðið er í bullandi fallbaráttu. Ástæðan fyrir að AS heldur þessu fram er sú að hinum danska Braithwaite var stillt upp við hlið Antoine Griezmann og Lionel Messi á æfingu Barcelona á föstudag er liðið virtist æfa sóknarleik sinn fyrir leik helgarinnar. Braithwaite kom ágætlega inn í lið Börsunga er liðið vann Eibar 5-0 í síðustu umferð en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Napoli í vikunni. Barcelona er í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 55 stig eftir 25 umferðir, tveimur stigum meira en Real Madrid sem situr í 2. sætinu. El Clásico hefst klukkan 20:00 annað kvöld og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. 22. febrúar 2020 22:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Hazard missir af leiknum gegn City og El Clásico Meiðslavandræði Edens Hazard, leikmanns Real Madrid, halda áfram. 23. febrúar 2020 14:13 Real gaf toppsætið eftir fyrir El Clásico og Hazard meiddist Real Madrid tapaði 1-0 á útivelli gegn Levante í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er því efst í deildinni og nú með tveggja stiga forskot á Madridinga í aðdraganda El Clásico. 22. febrúar 2020 21:45 Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik. 25. febrúar 2020 22:00 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. 22. febrúar 2020 22:30
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Hazard missir af leiknum gegn City og El Clásico Meiðslavandræði Edens Hazard, leikmanns Real Madrid, halda áfram. 23. febrúar 2020 14:13
Real gaf toppsætið eftir fyrir El Clásico og Hazard meiddist Real Madrid tapaði 1-0 á útivelli gegn Levante í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er því efst í deildinni og nú með tveggja stiga forskot á Madridinga í aðdraganda El Clásico. 22. febrúar 2020 21:45
Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik. 25. febrúar 2020 22:00
Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30