Nafnlaus tilkynning um vanrækslu móður leiddi til meiðyrðamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 14:15 Öll gögn málsins voru send til ömmunnar. Þar gleymdist að gæta nafnleyndar varðandi tilkynningu konunnar. Sú sagði nafnleyndina hvort eð er hafa verið gagnvart drengjunum. Móðirin hefði alltaf getað séð hver skrifaði tilkynninguna, það væri augljóst í textanum. Beatriz Pérez Moya/Unsplash Kona hefur verið sýknuð af kröfu um að fjölmörg ummæli hennar um aðra konu verið dæmd dauð og ómerk. Ummælin lét konan falla í tilkynningu til barnaverndar sem sneri að vanrækslu móður gagnvart sonum sínum. Konan var í sambandi með föður barnanna. Fyrir mistök fékk móðirin tilkynninguna í sínar hendur þar sem nafnleyndar var ekki gætt. Þá var konan sömuleiðis sýknuð af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu móðurinnar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem farið er yfir ummælin. Sneru þau að fullyrðingum um alvarleg andleg veikindi móðurinnar, umhirðu hennar á sonum sínum, samband hennar við ofbeldismann, illt umtal um barnsföður og kærustu hans. Þá væri móðirin lygasjúk, með króníska athyglissýki og sækti í stöðu fórnarlambs. Engin gæti neitað alvarleikanum og hversu veik hún sé. Þá gæti hún ekki tekið rökréttar ákvarðanir varðandi uppeldi drengjanna og hvað sé gott fyrir þá enda þekki hún ekki muninn á réttu og röngu. Ellefu tilkynningar bárust vegna aðstæðna drengjanna Konan sendi tilkynningu undir nafnleynd til barnaverndar vorið 2017 en þá hafði barnavernd þegar hafið skoðun á aðstæðum drengjanna eftir að móðirin hafði tilkynnt heimilisofbeldi þáverandi kærasta síns til lögreglu. Næsta árið bárust fleiri tilkynningar frá lögreglu til barnaverndar varðandi ofbeldi kærastans. Sumarið 2018 fengu foreldrar drengjanna upplýsingar um að málinu væri lokið. Ekki væri þörf á frekari úrræðum meðal annars í ljósi þess að móðirin nyti stuðnings af hálfu foreldra sinna, afa og ömmu drengjanna. Kom sömuleiðis fram að alls hefðu ellefu tilkynningar borist til barnaverndar frá desember 2016 og þar til málinu var lokið. Hluti þeirra ummæla sem móðirin krafðist að yrðu dæmd dauð og ómerk. Bárust þær frá aðstandendum drengjanna, foreldrum, lögreglu og ein undir nafnleynd. Tilkynningin frá kærustu föður drengjanna. Gögnin voru hins vegar afhent ömmunni fyrir hönd móðurinnar án þess að nafnleyndar konunnar væri gætt. Sá móðirin því hvað hún hefði sagt við barnavernd. Taldi móðirin ummælin fela í sér ærumeiðingar og alvarlega ósannar ásakanir sem settar væru fram gegn betri vitund. Vegna ummælanna hefði hún og drengirnir sætt íþyngjandi könnun af hálfu barnaverndar, hún misst fyrirtæki sitt og valdið henni miklu óhagræði, kvíða, hugarangri, ónotum og miska. Konan hafnaði þessu, sagði ummælin ekki röng, tilkynningin hefði ekki verið tilefni könnunar barnaverndar og móðirin hefði ekki sýnt fram á neitt miskatjón til grundvallar tveggja milljóna króna bótakröfu. Það hafi verið borgaraleg skylda hennar að tilkynna grun um vanrækslu á börnum. Aðeins amman fékk tilkynninguna í heild Héraðsdómur minnti á að refsiábyrgð væri í lögum hjá þeim sem tilkynnir ekki barnaverndarnefnd um illa meðferð eða slæman aðbúnað barns. Jafnframt sé refsivert að koma vísvitandi fram röngum eða villandi upplýsingum. Fram kom í máli konunnar að ástæða nafnleyndar væri sú að hún vildi ekki að drengirnir fengu upplýsingar um hver hefði sent tilkynninguna. Móðirin myndi átta sig á því hvaðan tilkynningin kæmi, því það mætti lesa út úr henni. Tilkynningin í heild hefði aðeins verið afhent ömmunni, engum öðrum. Móðirin krafðist tveggja milljóna króna í bætur frá konunni fyrir þessi ummæli að ofan og fleiri sem komu öll fram í tilkynningu til barnaverndar. Héraðsdómur vísaði til orða Dr. Gunnars Thoroddsen í riti sínu Fjölmæli frá 1967 varðandi skyldu til umsagnar og skýrslugjafar. Þar segir að það geti leitt til vandræða ef þeir sem eru skyldugir lögum samkvæmt til að tilkynna um mál sem þessi þyrftu að sæta ábyrgð á ummælum sínum. Þeir myndu óttast afleiðingar þess að tjá sig og fæla frá að veita upplýsingar. Séu ummæli viðhöfð með það að markmiði að vernda mikilvæga hagsmuni sé beinnar sönnunar síður krafist. Skýrði sjálf opinberlega frá erfiðleikum Héraðsdómur taldi réttmætt að veita þeim sem sinnir borgaralegri tilkynningarskyldu til barnaverndarnefndar rýmri rétt til tjáningar en það sem líðst í opinberri umræðu, svo fremi sem ummælin séu sett fram í góðri trú. Ekkert bendi til þess að ummælin séu sett fram gegn betri vitund. Þótt orðalag gefi til kynna að um staðhæfingar sé að ræða beri að líta svo á að um skoðun og álit konunnar sé að ræða, svokallaða gildisdóma. Hvorki barnaverndarnefnd né móðirin höfðu ástæðu til að ætla annað enda auðséð af samhenginu að ekki væru um sérfræðilegt mat á heilsufari að ræða. Þá hefði móðirin sjálf skýrt opinberlega frá erfiðleikum sem hún gekk í gegnum á því tímabili sem lýsingar konunnar á aðstæðum barnanna tóku til og ollu henni áhyggjum af velferð þeirra. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að ómerkja ummæli konunnar. Varðandi bótakröfu móðurinnar var minnt á að könnun á högum hennar og drengjanna var þegar hafin þegar konan sendi nafnlausu tilkynninguna og að minnsta kosti ein barst frá öðrum aðila síðar. Var ekki fallist á bótaskyldu konunnar. Konan fékk leyfi til gjafsóknar í málinu. Móðirin þarf að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Barnavernd Dómsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Kona hefur verið sýknuð af kröfu um að fjölmörg ummæli hennar um aðra konu verið dæmd dauð og ómerk. Ummælin lét konan falla í tilkynningu til barnaverndar sem sneri að vanrækslu móður gagnvart sonum sínum. Konan var í sambandi með föður barnanna. Fyrir mistök fékk móðirin tilkynninguna í sínar hendur þar sem nafnleyndar var ekki gætt. Þá var konan sömuleiðis sýknuð af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu móðurinnar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem farið er yfir ummælin. Sneru þau að fullyrðingum um alvarleg andleg veikindi móðurinnar, umhirðu hennar á sonum sínum, samband hennar við ofbeldismann, illt umtal um barnsföður og kærustu hans. Þá væri móðirin lygasjúk, með króníska athyglissýki og sækti í stöðu fórnarlambs. Engin gæti neitað alvarleikanum og hversu veik hún sé. Þá gæti hún ekki tekið rökréttar ákvarðanir varðandi uppeldi drengjanna og hvað sé gott fyrir þá enda þekki hún ekki muninn á réttu og röngu. Ellefu tilkynningar bárust vegna aðstæðna drengjanna Konan sendi tilkynningu undir nafnleynd til barnaverndar vorið 2017 en þá hafði barnavernd þegar hafið skoðun á aðstæðum drengjanna eftir að móðirin hafði tilkynnt heimilisofbeldi þáverandi kærasta síns til lögreglu. Næsta árið bárust fleiri tilkynningar frá lögreglu til barnaverndar varðandi ofbeldi kærastans. Sumarið 2018 fengu foreldrar drengjanna upplýsingar um að málinu væri lokið. Ekki væri þörf á frekari úrræðum meðal annars í ljósi þess að móðirin nyti stuðnings af hálfu foreldra sinna, afa og ömmu drengjanna. Kom sömuleiðis fram að alls hefðu ellefu tilkynningar borist til barnaverndar frá desember 2016 og þar til málinu var lokið. Hluti þeirra ummæla sem móðirin krafðist að yrðu dæmd dauð og ómerk. Bárust þær frá aðstandendum drengjanna, foreldrum, lögreglu og ein undir nafnleynd. Tilkynningin frá kærustu föður drengjanna. Gögnin voru hins vegar afhent ömmunni fyrir hönd móðurinnar án þess að nafnleyndar konunnar væri gætt. Sá móðirin því hvað hún hefði sagt við barnavernd. Taldi móðirin ummælin fela í sér ærumeiðingar og alvarlega ósannar ásakanir sem settar væru fram gegn betri vitund. Vegna ummælanna hefði hún og drengirnir sætt íþyngjandi könnun af hálfu barnaverndar, hún misst fyrirtæki sitt og valdið henni miklu óhagræði, kvíða, hugarangri, ónotum og miska. Konan hafnaði þessu, sagði ummælin ekki röng, tilkynningin hefði ekki verið tilefni könnunar barnaverndar og móðirin hefði ekki sýnt fram á neitt miskatjón til grundvallar tveggja milljóna króna bótakröfu. Það hafi verið borgaraleg skylda hennar að tilkynna grun um vanrækslu á börnum. Aðeins amman fékk tilkynninguna í heild Héraðsdómur minnti á að refsiábyrgð væri í lögum hjá þeim sem tilkynnir ekki barnaverndarnefnd um illa meðferð eða slæman aðbúnað barns. Jafnframt sé refsivert að koma vísvitandi fram röngum eða villandi upplýsingum. Fram kom í máli konunnar að ástæða nafnleyndar væri sú að hún vildi ekki að drengirnir fengu upplýsingar um hver hefði sent tilkynninguna. Móðirin myndi átta sig á því hvaðan tilkynningin kæmi, því það mætti lesa út úr henni. Tilkynningin í heild hefði aðeins verið afhent ömmunni, engum öðrum. Móðirin krafðist tveggja milljóna króna í bætur frá konunni fyrir þessi ummæli að ofan og fleiri sem komu öll fram í tilkynningu til barnaverndar. Héraðsdómur vísaði til orða Dr. Gunnars Thoroddsen í riti sínu Fjölmæli frá 1967 varðandi skyldu til umsagnar og skýrslugjafar. Þar segir að það geti leitt til vandræða ef þeir sem eru skyldugir lögum samkvæmt til að tilkynna um mál sem þessi þyrftu að sæta ábyrgð á ummælum sínum. Þeir myndu óttast afleiðingar þess að tjá sig og fæla frá að veita upplýsingar. Séu ummæli viðhöfð með það að markmiði að vernda mikilvæga hagsmuni sé beinnar sönnunar síður krafist. Skýrði sjálf opinberlega frá erfiðleikum Héraðsdómur taldi réttmætt að veita þeim sem sinnir borgaralegri tilkynningarskyldu til barnaverndarnefndar rýmri rétt til tjáningar en það sem líðst í opinberri umræðu, svo fremi sem ummælin séu sett fram í góðri trú. Ekkert bendi til þess að ummælin séu sett fram gegn betri vitund. Þótt orðalag gefi til kynna að um staðhæfingar sé að ræða beri að líta svo á að um skoðun og álit konunnar sé að ræða, svokallaða gildisdóma. Hvorki barnaverndarnefnd né móðirin höfðu ástæðu til að ætla annað enda auðséð af samhenginu að ekki væru um sérfræðilegt mat á heilsufari að ræða. Þá hefði móðirin sjálf skýrt opinberlega frá erfiðleikum sem hún gekk í gegnum á því tímabili sem lýsingar konunnar á aðstæðum barnanna tóku til og ollu henni áhyggjum af velferð þeirra. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að ómerkja ummæli konunnar. Varðandi bótakröfu móðurinnar var minnt á að könnun á högum hennar og drengjanna var þegar hafin þegar konan sendi nafnlausu tilkynninguna og að minnsta kosti ein barst frá öðrum aðila síðar. Var ekki fallist á bótaskyldu konunnar. Konan fékk leyfi til gjafsóknar í málinu. Móðirin þarf að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað.
Barnavernd Dómsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira