Martin með 80 prósent þriggja stiga nýtingu í síðustu þremur Euroleague leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 12:30 Martin Hermannsson hefur verið magnaður fyrir utan þriggja stiga línuna eftir jól. Getty/Mike Kireev Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn í Euroleague deildinni í gærkvöldi þegar hann var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 4 þrista í leik á móti efsta liðinu. Martin hefur heldur betur raðað niður þristunum að undanförnu en í gærkvöldi bætti hann met sitt og Jóns Arnór Stefánssonar og varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fjórar þriggja stiga körfur í einum leik í bestu deild í Evrópu. Martin þurfti líka bara fimm tilraunir til að skora þessa fjóra þrista og bauð því upp á 80 prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum í Berlín í gær. Martin spilaði líka aðeins rétt rúmar 24 mínútur í leiknum sem gera 19 stig og 8 stoðsendingar hans enn merkilegri fyrir vikið. Martin hefur náð að fóta sig vel í Euroleague deildinni og hefur bætt sig mikið á þessu tímabili. Það sést ekki síst á skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin hitti „bara“ 22 prósent þriggja stiga skota sinna fram að jólum en hann setti niður 8 af 37 þriggja stiga skotum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í Euroleague. Martin hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leik á móti Kirolbet á öðrum degi jóla og var með átján stig í þeim leik. Þessi leikur kveikti í Martin en hann hefur nýtt 49 prósent þriggja stiga skota sinna eftir jól og er á þeim tíma með 20 þrista í 11 leikjum eða næstum því tvo að meðaltali í leik. Í síðustu þremur leikjum hefur Martin síðan sett niður 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem er ótrúleg 80 prósent nýting en tveir af mótherjunum þremur voru tvö efstu liðin í Euroleague eða Anadolu Efes frá Istanbul og Real Madrid. Leikurinn í gær var áttundi leikurinn hjá Martin Hermannssyni í Euroleague deildinni á þessu tímabili þar sem hann býður upp á 50 prósent eða betri þriggja stiga nýtingu.Leikir Martin Hermannssonar í Eurolegue 2019-20 með 50% þriggja stiga nýtingu: 75% á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember (3 af 4) 50% á móti Fenerbahce 6. desember (1 af 2) 50% á móti Kirolbet 26. desember (2 af 4) 50% á móti Rauðu Stjörnunni 17. janúar (3 af 6) 50% á móti Fenerbahce 30. janúar (2 af 4) 100% á móti Real Madrid 6. febrúar (2 af 2) 67% á móti Zenit St. Pétursborg 20. febrúar (2 af 3) 80% á móti Anadolu Efes 27. febrúar (4 af 5) Körfubolti Tengdar fréttir Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn í Euroleague deildinni í gærkvöldi þegar hann var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 4 þrista í leik á móti efsta liðinu. Martin hefur heldur betur raðað niður þristunum að undanförnu en í gærkvöldi bætti hann met sitt og Jóns Arnór Stefánssonar og varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fjórar þriggja stiga körfur í einum leik í bestu deild í Evrópu. Martin þurfti líka bara fimm tilraunir til að skora þessa fjóra þrista og bauð því upp á 80 prósent þriggja stiga skotnýtingu í leiknum í Berlín í gær. Martin spilaði líka aðeins rétt rúmar 24 mínútur í leiknum sem gera 19 stig og 8 stoðsendingar hans enn merkilegri fyrir vikið. Martin hefur náð að fóta sig vel í Euroleague deildinni og hefur bætt sig mikið á þessu tímabili. Það sést ekki síst á skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin hitti „bara“ 22 prósent þriggja stiga skota sinna fram að jólum en hann setti niður 8 af 37 þriggja stiga skotum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í Euroleague. Martin hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leik á móti Kirolbet á öðrum degi jóla og var með átján stig í þeim leik. Þessi leikur kveikti í Martin en hann hefur nýtt 49 prósent þriggja stiga skota sinna eftir jól og er á þeim tíma með 20 þrista í 11 leikjum eða næstum því tvo að meðaltali í leik. Í síðustu þremur leikjum hefur Martin síðan sett niður 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem er ótrúleg 80 prósent nýting en tveir af mótherjunum þremur voru tvö efstu liðin í Euroleague eða Anadolu Efes frá Istanbul og Real Madrid. Leikurinn í gær var áttundi leikurinn hjá Martin Hermannssyni í Euroleague deildinni á þessu tímabili þar sem hann býður upp á 50 prósent eða betri þriggja stiga nýtingu.Leikir Martin Hermannssonar í Eurolegue 2019-20 með 50% þriggja stiga nýtingu: 75% á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember (3 af 4) 50% á móti Fenerbahce 6. desember (1 af 2) 50% á móti Kirolbet 26. desember (2 af 4) 50% á móti Rauðu Stjörnunni 17. janúar (3 af 6) 50% á móti Fenerbahce 30. janúar (2 af 4) 100% á móti Real Madrid 6. febrúar (2 af 2) 67% á móti Zenit St. Pétursborg 20. febrúar (2 af 3) 80% á móti Anadolu Efes 27. febrúar (4 af 5)
Körfubolti Tengdar fréttir Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36 Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00 Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30 „Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30 Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Martin heldur áfram að fara á kostum í EuroLeague Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld. 27. febrúar 2020 20:36
Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur. 18. febrúar 2020 13:00
Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. 22. febrúar 2020 12:30
„Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“ Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast. 18. febrúar 2020 10:30
Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. 22. febrúar 2020 23:30
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00
Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. 19. febrúar 2020 12:30
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00
Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. 22. febrúar 2020 09:00