Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:36 Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Þjóðleikhúsið Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum.
Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02