Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 16:10 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag. vísir/egill Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34