Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:15 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig í sigri á Haukum í gær. Vísir/Bára Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira