Lífið

Unglingar í Grafarvogi söfnuðu tæplega fjögur hundruð þúsund til styrktar Hróa Hetti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Unglingarnir stóðu fyrir söfnun í góðgerðaviku.
Unglingarnir stóðu fyrir söfnun í góðgerðaviku.

Í febrúar hélt unglingasvið Gufunesbæjar góðgerðaviku til styrktar Hróa Hetti, barnavinafélagi.

Vikuna skipulagði Góðgerðaráð sem samanstóð af níu unglingsstúlkum úr öllum félagsmiðstöðvum Grafarvogs.

Ráðið ákvað hvaða málefni skyldi styrkja ásamt því að skipuleggja viðburði vikunnar. Á mánudeginum hélt hver félagsmiðstöð opnun í sínum skóla þar sem meðal annars var boðið uppá að kasta rjóma í starfsfólk gegn gjaldi og taka þátt í smiðjum. Á miðvikudeginum var svo Kaffihúsakvöld haldið í Hlöðunni, Gufunesbæ. Hlaðan fylltist af fólki sem naut þess að hlusta á fyrirlestra og ljúfa tóna yfir kaffi og meðlæti. Þar fór fram glæsilegt happdrætti með yfir 90 vinningum.

Vikan endaði svo á föstudagskvöldinu með Góðgerðaballi, þar sem Huginn og JóiP og Króli komu fram og héldu uppi góðu stuði. Góðgerðaráðið fékk góðan stuðning frá Kiwanisklúbbnum Höfða sem styrkti vikuna. Ráðið safnaði 370.000 þúsund krónur og afhentu fulltrúum Hróa Hattar ágóðann, sem þökkuðu unglingunum fyrir frábært starf. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.