Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 07:30 Luka Dončić (fyrir miðju) var frábær í nótt. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira