Kórónuveiran komin til Danmerkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 06:34 Frá Hróarskeldu. Maðurinn leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun. Vísir/Getty Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48