Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 12:45 Hjörvar Hafliðason mun fara yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Mynd/S2 Sport Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira