Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 12:45 Hjörvar Hafliðason mun fara yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Mynd/S2 Sport Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira