Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2020 19:15 Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur. Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur.
Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45