Tvíburar nú í sitthvoru NBA-liðinu í Los Angeles borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 17:30 Markieff Morris og Marcus Morris eftir einn af leikjunum þar sem þeir hafa mæst inn á NBA vellinum. Getty/Adam Glanzman Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira