Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:47 Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30