Íslenski boltinn

Völsungur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tæplega 200 iðkendur eru í yngri flokkum Völsungs.
Tæplega 200 iðkendur eru í yngri flokkum Völsungs. mynd/hafþór hreiðarsson

Völsungur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins sem haldið er í Klifi, Ólafsvík.



Tæplega 200 iðkendur æfa í yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt. Stúlkum sem æfa fótbolta hefur fjölgað mikið hjá félaginu.

Völsungur sendir lið til leiks í bæði karla- og kvennaflokki í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk.

Meistaraflokkar Völsungs eru að mestu leyti skipaðir uppöldum leikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deild á síðasta tímabili og karlaliðið lenti í 6. sæti 2. deildar.

Ungmennafélag Langnesinga fékk Grasrótarverðlaun KSÍ. Krafturinn og fótboltaáhugi á Þórshöfn vakti mikla athygli í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar.



FH hlaut Dómaraverðlaun KSÍ. Þar stýrir Steinar Stephensen málum af miklum myndarbrag.



Þá voru veittar viðurkenningar fyrir háttsemi í deildarkeppni KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×