Innlent

Bláfjöll biðjast innilegrar afsökunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var staðan í Bláfjöllum á fimmta tímanum í dag.
Svona var staðan í Bláfjöllum á fimmta tímanum í dag.

Lokað verður í Bláfjöllum í dag þótt þar sé nóg af snjó og vindur með minnsta móti. Ástæðan mun vera skjót breyting á veðurspá ef marka má upplýsingar af heimasíðu skíðasvæðanna.

„Spáin fór illa með okkur og er þetta ömurlegt að við náum ekki að opna í dag. Biðjum innilegrar afsökunar á að þetta hafi gerst,“ segir á vefsíðu Bláfjalla.

Á Facebook-síðu Bláfjalla veltir skíðaáhugafólk fyrir sér hvort ekki sé hægt að opna síðdegis og í kvöld í ljós þess hve gott veðrið sé og verði í kvöld, samkvæmt spám.

„Þetta er ekki alveg svona einfalt, því miður. En við vinnum eftir veðurspám, stundum breytast þær lítið eða mikið. Í dag breyttist spáin einfaldlega of seint. Mjög slæmt veður var í nótt og lítið sem ekkert hægt að vinna út á troðurum.“

Gönguspor hafa þó verði lögð svo skíðagöngufólk getur skellt sér á skíði.

Vonir standa til að hægt sé að hafa opið í brekkunum í Bláfjöllum og Skálafelli um helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×