Viljayfirlýsing um aukið samstarf Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Úganda Heimsljós kynnir 21. febrúar 2020 11:00 Barnabas Nawagnwe aðstoðarrektor Makerere háskólans og Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í Kampala með undirritaða viljayfirlýsingu. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Kampala, Úganda. Samstarfið kemur til með að ná til nemendaskipta, samvinnu um rannsóknir og útgáfu fræðigreina, skipulagningu málþinga, stuttra námskeiða og ráðstefna, svo dæmi séu tekin. Jafnréttisskólinn (GEST), sem er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, og kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskólans í Kampala, hafa um langt árabil átt í samstarfi. Nokkrir meistaranemar frá Úganda hafa komið til Íslands og lokið diplómanámi hjá Jafnréttisskólanum sem hluta af meistaranámi sínu við kvenna- og kynjafræðideildina í Makarere. Jafnréttisskólinn og Makarere háskólinn unnu einnig saman að þróun námskeiðs um konur og loftslagsbreytingar sem haldin hafa verið í Úganda á síðustu árum. Þá tilkynnti Jafnréttisskólinn í síðasta mánuði um styrk sem veittur verður doktorsnema frá Úganda til náms við Háskóla Íslands, en mun fela í sér rannsóknir í Úganda. Sérfræðingar frá bæði Háskóla Íslands og Makerere háskóla munu koma að doktorsnáminu. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands og Irmu Erlingsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisskólans. Af hálfu Makerere háskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna þau Barnabas Nawagnwe aðstoðarrektor og Sarah Ssali deildarstjóri kvenna- og kynjafræðideildarinnar. Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem reknir eru á Íslandi undir merkjum UNESCO en hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Þeir eru allir hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Kampala, Úganda. Samstarfið kemur til með að ná til nemendaskipta, samvinnu um rannsóknir og útgáfu fræðigreina, skipulagningu málþinga, stuttra námskeiða og ráðstefna, svo dæmi séu tekin. Jafnréttisskólinn (GEST), sem er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, og kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskólans í Kampala, hafa um langt árabil átt í samstarfi. Nokkrir meistaranemar frá Úganda hafa komið til Íslands og lokið diplómanámi hjá Jafnréttisskólanum sem hluta af meistaranámi sínu við kvenna- og kynjafræðideildina í Makarere. Jafnréttisskólinn og Makarere háskólinn unnu einnig saman að þróun námskeiðs um konur og loftslagsbreytingar sem haldin hafa verið í Úganda á síðustu árum. Þá tilkynnti Jafnréttisskólinn í síðasta mánuði um styrk sem veittur verður doktorsnema frá Úganda til náms við Háskóla Íslands, en mun fela í sér rannsóknir í Úganda. Sérfræðingar frá bæði Háskóla Íslands og Makerere háskóla munu koma að doktorsnáminu. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands og Irmu Erlingsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisskólans. Af hálfu Makerere háskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna þau Barnabas Nawagnwe aðstoðarrektor og Sarah Ssali deildarstjóri kvenna- og kynjafræðideildarinnar. Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem reknir eru á Íslandi undir merkjum UNESCO en hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Þeir eru allir hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent