Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 11:00 Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden. Ástralía Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden.
Ástralía Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira