Traust er forsenda þátttöku Arnar Páll Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar