Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 15:00 Wayne Rooney snéri aftur í enska boltann í síðasta mánuði. Getty/Harry Trump Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra. Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra.
Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira